Stjörnugotið
7 hvolpar 6+1
CIB ISCh RW-14-15 Leifturs Skúta “Skúta”
Oscarberg Daddy Pop “Eldar”
Hvolparnir 3ja vikna , klikkið á myndirnar til að sjá stærri
Hvolparnir fæddust 7 mars 2016 , 6 rakkar og 1 tík
Hægt að senda fyrirspurnir á gunnur@simnet.is eða í síma 8603150
Hvolparnir 2ja vikna
Eldar og Skúta
Eldar kom til okkar í lok sumars frá Noregi , en við höfum hann til láns frá ræktanda hans og eiganda Stein K. Presthus hjá ræktun Oscarberg í Þrándheimi.
Eldar er hinn mesti ljúflingur, fyndin skemmtilegur karakter og gullfallegur með góðar hreyfingar og ættartöflu sem er æðislegt að geta bætt inn í ræktun okkar.
Hann var komin með 2 norsk meistarastig áður en hann kom til okkar og og nú hefur 1 íslenskt meistarastig og 1 alþjóðlegt bæst við.
Skúta er þriðja kynslóð úr okkar eigin ræktun. Falleg ákveðin tík, kraftmikil , ljúf og trygg, fylgir manni allt og hefur gaman að læra nýja hluti ef hún fær borgað í nammi. Henni hefur gengið mjög vel á sýningum og varð íslenskur meistari um leið og hún náði réttum aldri, er Reykjavik Winner ársins 2014-2015 og við bíðum eftir staðfestingu á alþjóðlega titlinum hennar.
Hún er með beituhlaupsréttindi og haustið 2015 kláraði hún Hundafimisnámskeið hjá Hundaræktarfélagi Íslands með glans.
Hún eignaðist sitt fyrsta got ágúst 2014 og eru þeir hvolpar að koma mjög vel út.
2015
3 stigahæsti whippetinn
2 stigahæsti mjóhundurinn
2014
Stigahæsti whippetinn
3 stigahæsti mjóhundurinn
2013
3 stigahæsti whippetinn
5 stigahæsti mjóhundurinn