

ISJCh Leifturs Iridín “Iridín”
Málmgotið
5 vikna myndir
3ja vikna
Eldar og Wenus
Eldar kom til okkar í lok sumars 2015 frá Noregi , en við höfum hann til láns frá ræktanda hans og eiganda Stein K. Presthus hjá ræktun Oscarberg í Þrándheimi.
Eldar er hinn mesti ljúflingur, fyndin skemmtilegur karakter og gullfallegur með góðar hreyfingar og ættartöflu sem er æðislegt að geta bætt inn í ræktun okkar.
Hann var komin með 2 norsk meistarastig áður en hann kom til okkar og og nú hafa 2 íslensk meistarastig og 2 alþjóðlegt bæst við.
Wenus er fædd í Póllandi hjá Tylko Ty ræktuninni og kom hún til okkar vorið 2013. Hún hefur staðið sig gífurlega vel á sýningum og varð auðveldlega íslenskur meistari við 2ja ára aldur og einnig hlaut hún titilinn Norðurljósa winner 2015 og náði að verða besti hundur sýningar 2.
Hún er yndislegur heimilishundur falleg og býr yfir miklum glæsileika, róleg og pen innandyra og vaknar oftast bara þegar eitthvað er að gerast inni í eldhúsinu , utandyra hlaupandi laus á túni þá er hún hömlulaus og stjórnar öllum boltaleikjum.
2015
Stigahæsti whippetinn
Stigahæsti mjóhundurinn
7 stigahæsti hundurinn allar tegundir hjá Hundaræktarfélagi Íslands
2014
4 stigahæsti whippetinn
2013
4 stigahæsti whippetinn

